Vignir Vatnar Stefánsson sigraði með fullu húsi á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 29. maí sl. Tefldar voru átta umferðir og frá sjónarhóli skákstjórans, sem einnig var að tefla virtist þetta vera nokkuð öruggt hjá Vigni Vatnari. Vinningarnir streymdu í hús hjá honum jafnt og þétt og sigurinn tryggður fyrir síðustu umferð. Hann ætlaði greinilega ekki að láta slá sig út af laginu tvö hraðkvöld í röð. Annar var Halldór Pálsson með 6,5v og þriðji var Eiríkur Björnsson með 5,5v..

Vignir Vatnar sá um dráttinn í happdrættinu og fór alveg á hinn enda mótstöflunnar og valdi Pétur Jóhannesson. Vignir Vatnar valdi pizzumiða frá Dominos en Pétur tók nokkuð óvænt miða frá American Style.

Næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudaginn 12. júní nk en það verður jafnfram síðasta skákkvöldið fyrir sumarleyfi.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, 8v/8
  2. Halldór Pálsson, 6,5v
  3. Eiríkur Björnsson, 5,5v
  4. Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
  5. Gunnar Nikulásson, 4v
  6. Atli Jóhann Leósson, 4v
  7. Hjálmar Sigurvaldason, 4v
  8. Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
  9. Björgvin Kristbergsson, 3v
  10. Stefán Már Pétursson, 3v
  11. Hörður Jónasson, 2v
  12. Pétur Jóhannesson

Úrslitin í chess-results: