Smári Sigurðsson er með 1 vinning eftir sigur í 1. umferð á Reykjavík Open sem hófst í gær. Sighvatur Karlsson og Kristján Ingi Smárason töpuðu báðir sínum skákum í gær gegn talsvert stigahærri Þjóðverjum og eru því án vinnings eftir 1. umferð. Krisjtán Ingi stóð þó lengi vel í sínum andstæðing í 75 leikja skák sem stóð yfir í 5,5 klukkutíma.

Tvær umferðir eru tefldar í dag á Reykjavíkurskákmótinu sem er í boði Kviku eignastýringar og Brims. Smári verður með hvítt gegn Dion Krivenko (2136) frá Eistlandi. Kristján verður með hvítt geng Daniel Lueck (0) frá Þýskalandi og Sighvatur fær hvítt gegn Akiva Notkin (1846) frá Bandaríkjunum

Fyrri umferð dagins hófst kl. 9. Síðari umferð dagsins hefst kl. 16.

Pörun 2. umferðar

Skákir sem hafa borist hingað til.

  • Áhrifavaldar sem sýna frá mótinu: