Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir því sem tími vinnst til. U.þ.b einu sinni í mánuði er félagsæfing þar sem er þemaskák og um miðbik æfingarinnar er gert hlé þegar pizzzurnar koma. Í öðrum tímum er kennsla þar sem farið er í byrjanir, dæmi og endtöfl allt eftir þörfum þeirra sem taka þátt..

 

Óskar Víkingur Davíðsson er efstur í stigakeppni Huginsæfinganna í Mjóddinni með 34 stig. Þrátt fyrir fjarveru í lok nóvember og desember vegna þátttöku í öðrum mótum er forysta hans örugg því annar er Stefán Orri Davíðsson með 20 stig. Jöfn í þriðja og fjórða sæti koma Batel Goitom Haile og Einar Dagur Brynjarsson með 19 stig. Það hefur verið góð mæting á haustmisseri en það hafa 14 þátttakendur mætt á 12 eða fleiri æfingar af 17 mögulegum. Þar af hafa þrír mætt á þær allar en það eru Einar Dagur Brynjarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa. Næsta æfing sem er fyrsta æfing eftir jólafrí verður  mánudaginn 9. janúar 2017 og hefst kl. 17.15. Þar er um að ræða félagsæfingu þar sem skipt er í tvo flokka eftir styrkleika og aldri og höfð þemaskák í 2. og 3. umferð í eldri flokki. Að þessu sinni verður staða úr Skoska leikum tekin fyrir en það hefur ekki verið gert áður, þrátt fyrir dálæti umsjónarmanns æfinganna á þeirri byrjun. Skákir, stöðumyndir og upplýsingar um upphafsstöðu hafa verið sendar til félagsmanna. Næsta almenna æfing verður mánudaginn 16. janúar. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð.

Í lok vetrar verða veitt bókarverðlaun handa þeim sem mætt hafa best yfir veturinn og til þeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og þeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.

Með besta mætingu eru:

Einar Dagur Brynjarsson, 17 mætingar

Óttar Örn Bergmann Sigfússon, 17 mætingar

Rayan Sharifa, 17 mætingar

Brynjar Haraldsson, 16 mætingar—-“——

Óskar Víkingur Davíðsson, 16 mætingar

Stefán Orri Davíðsson, 15 mætingar

Andri Hrannar Elvarsson, 14 mætingar

Batel Goitom Haile, 14 mætingar

Gunnar Freyr Valsson, 14 mætingar

Zofia Momuntjuk, 14 mætingar

Bjartur Freyr Heide Jörgensen, 13 mætingar

Brynjólfur Yan Brynjólfsson, 13 mætingar

Wiktoria Momuntjuk, 13 mætingar

Einar Tryggvi Petersen, 12 mætingar

 

Efstir í stigakeppninni:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson 34 stig
  2. Stefán Orri Davíðsson 20 stig
  3. Batel Goitom Haile 19 stig
  4. Einar Dagur Brynjarsson 19 stig
  5. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 13 stig
  6. Andri Hrannar Elvarsson 12 stig
  7. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 11 stig
  8. Einar Tryggvi Petersen 10 stig
  9. Rayan Sharifa   7 stig