Goðinn/Mátar tefla fram liðum í öllum deildum í vetur

Stjórn SÍ ákvað að breyta 8. grein reglugerðar Íslandsmót skákfélaga á síðasta stjórnarfundi á þann hátt að taka allan vafa að við sameiningar félaga haldi hið sameinaða félag deildarsætum viðkomandi félaga eins og þau voru réttilega áunnin fyrir sameininguna.  Það þýðir að Goðinn-Mátar heldur deildarsætum bæði Goðans og Máta og þetta mun einnig gilda fyrir sameiningar framtíðarinnar.   

Félagatal Goðans/Máta hefur eðlilega vaxið mikið eftir sameininguna og eru nú 83 skráðir í félagið. Þar fyrr utan eru nokkrir erlendir skákmenn sem eru ekki inn í þessari tölu

Goðinn-Mátar komnir:

  • Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
  • GM Þröstur Þórhallsson
  • GM Helgi Áss Grétarsson
  • Snorri Þór Sigurðsson        
  • GM Victor Mikhalevski      (Ísrael)
  • IM Nikolaj Milkkelsen       (Danmörku)
  • GM Gawain Jones             (England)
  • Sue Maroroa                    (England)
  • WGM Irina Krush                (USA)
  • IM John Bartholomew          (USA)

+ nánast allir þeir upp sem voru fyrir í Mátum

Rúnar Ísleifsson og Pétur Gíslason gengu til liðs við SA í sumar og haust og óskum við þeim velfarnarðar hjá nýju félagi.