Taflfélag Reykjavíkur og Huginn áttust við gær í hinum vistlegu húsakynnum TR í Faxafeni en um var að ræða 8-liða úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga.

Viðureignin var mjög jöfn, spennandi og bráðskemmtileg og þandi taugar áhorfenda engu síður en keppenda. Í hálfleik var staðan 20-16 Hugin í vil. TR-ingar komu sterkir inn í seinni hlutanum, náðu að saxa niður forskot Hugins jafnt og þétt og þegar ein umferð var eftir var staðan jöfn, 33-33. Lokaumferðin var æsispennandi en Huginn hafði sigur að lokum með 3,5-2,5 og þar með sigur í viðureigninni með eins vinnings forskoti.

Keppendur beggja liða fá þakkir fyrir vasklega framgöngu og skemmtan góða. Ómari Salama er þökkuð vönduð dómgæsla.

 

Árangur einstakra liðsmanna:

Huginn: 36,5

Hjörvar Steinn Grétarsson 10,5/12

Stefán Kristjánsson 6,5/12

Þröstur Þórhallsson 6,5/12

Helgi Ólafsson 5,5/12

Helgi Áss Grétarsson 3/9

Ingvar Þór Jóhannesson 2/7

Einar Hjalti Jensson 1,5/5

Magnús Örn Úlfarsson 1/3

 

TR: 35,5

Hannes Hlífar Stefánsson 9,5/12

Björn Þorfinnsson 8/12

Jón Viktor Gunnarsson 6,5/11

Karl Þorsteins 4/10

Guðmundur Kjartansson 3,5/10

Henrik Danielsen 3/10

Bragi Þorfinnsson 1/6