P1030820
Jón Viktor Gunnarsson vann öruggan sigur, vinningi á undan næsta manni.

P1030815Jón Viktor Gunnarsson (2433) kom sá og sigraði á Nóa Síríus mótinu – Gestamóti Hugins og Breiðabliks sem lauk í gærkveldi. Jón hlaut 7 vinninga í 8 skákum. Annar sigur Jóns á örfáum vikum en hann vann einnig Skákþing Reykjavíkur fyrir skemmstu.

Karl Þorsteins (2456) varð annar með 6 vinninga en Karl sem er afar fátíður gestur á skákmótum, lætur sig aldrei vanta á Gestamótið.

Sex keppendur urðu jafnir í 3.-8. sæti með 5,5 vinning og hlaut Dagur Ragnarsson (2059) bronsið eftir stigaútreikning. Enn ein rósin í hnappagat þessa unga og efnilega skákmanns sem hefur raðað inn skákstigunum síðustu mánuði.

 

P1030814
Lenka Ptácníková hlaut kvennaverðlaunin

Jafnir Degi en lægri á stigum urðu Þröstur Þórhallsson (2433), Guðmundur Gíslason (2315), Jón Trausti Harðarson (2067), Jóhann Ingvason (2126) og Björgvin Jónsson (2353).

 

Ýmiss aukaverðlaun voru veitt. Lenka Ptácníková (2270) hlaut kvennaverðlaunin, Karl hlaut viskuverðlaunin (50+), Dagur hlaut verðlaun unglinga á menntaskólaaldri og Gauti Páll Jónsson (1871), hlaut verðlaun grunnskólanemenda.

Guðmundur Halldórsson (2219) og Halldór Grétar Einarsson (2187) urðu hnífjafnir eftir þrefaldan stigaútreikning hvor yrði skákmeistari Breiðabliks. Var þá gripið til hlutkestis og þar hafði Guðmundur vinninginn – dró hvíta peðið!

P1030809
Gauti Páll Jónsson hlaut verðlaun grunnskólanemenda og vann 100 stig!

 

Gestamótið tókst afar vel. Ungu mennirnir sem fengu boð í mótið nýtt tækifæri sitt vel. Dagur þá manna best því hann hækkar um 115 stig! Gauti Páll hækkar um 100 stig, Jón Trauti um 65 stig og Agnar Tómas Möller, einn lykilstarfsmanna GAMMA, helsta stuðningsaðila Reykjavíkurskákmótsins, um 57 stig.

untitled (4)
Dagur Ragnarsson (t.v.) hækkaði mest – 115 stig!

Mótsstjórar voru Jón Þorvaldsson og Halldór Grétar Einarsson en skákstjórar voru Vigfús Ó. Vigfússon og Gunnar Björnsson.

P1030808
Mótsstjórnin. Frá vinstri: Jón Þorvaldsson, Gunnar Björnsson, Halldór Grétar Einarsson og Vigfús Vigfússon