Víkingar eru stórhættulegir
Víkingar eru stórhættulegir

3. umferð Nóa Siríus mótsins – gestamóts Hugins og Breiðabliks var tefld í kvöld, fimmtudag.

Stórmeistarinn og Huginsmaðurinn Þröstur Þórhallsson (2433) hafði betur gegn Hrafni Loftsyni (2165) eftir nákvæma og sundurliðaða taflmennsku og er í forystu með fullt hús að loknum þrem umferðum.

 

 

 

P1030446
Siguringi lagði IM Björgvin!

 

Það var sannarlega nóg af flugeldasýningum í umferðinni og má sem dæmi nefna örfáar skákir:

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1992) vann glæsilegan sigur með góðri riddarafléttu gegn Óliver Aroni Jóhannessyni (2170).

Skákkennarinn og höfundur Gulu bókarinnar, Siguringi Sigurjónsson (1969) átti magnaðann sprett gegn IM Björgvin Jónssyni (2353) og vann örugglega!

Hallgerður lagði Óliver með glæsilegri riddarafléttu!
Hallgerður lagði Óliver með glæsilegri riddarafléttu!

Dagur Ragnarsson gerði jafntefli við IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir þétta sókn – en þetta var í annað skiptið sem þeir tefla kappskák í vikunni!

IM Karl Þorsteinsson (2456) blés í herlúðra og steinlímdi stöðu hvíts gegn Mikael Jóhanni Karlssyni (2077)
Mikael 0 – 1 Karl

Af öðrum úrslitum er meira en nóg að taka. Í ekki svo mörgum orðum voru úrslit umferðarinnar nokkuð óvænt; stigalægri menn fóru mikinn og nokkrir eru nú í hópi efstu manna.

Stóru tíðindi Dagsins voru helst:

  • Tröllið og Víkingurinn Gunnar Freyr Rúnarsson (2045) vann FM Halldór Grétar Einarsson (2187)
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1992) lagði Óliver Aron Jóhannesson (2170) með glæsilegri riddarafléttu!
  • Skákkennarinn Siguringi Sigurjónsson (1969) vann IM Björgvin Jónsson (2353) með talsverðum tilþrifum
  • Björn Hólm Birkisson (1911) vann Sverri Örn Björnsson (2117)
  • Gauti Páll Jónsson (1871) vann Helga Brynjarsson (1978)
  • Dagur Ragnarsson gerði jafntefli við IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir þétta sókn.
  • Örn Leó Jóhannsson (2048) gerði jafntefli við ísfirðinginn ískalda Guðmund St. Gísason (2315)

Sem sagt, allt að gerast í súkkulaðiverksmiðjunni, Nói Siríus.

Pörun 4. umferðar verður birt kl. 16 n.k. laugardag!

Efstu menn eftir þrjár:

stadan