Það var ekki skipt í tvo flokka á æfingu sem sem haldin var 24. október sl. heldur tefldu allir í einum flokki í fyrst sinn á þessum vetri. Óskar Víkingur Davíðsson sigraði örugglega á æfingunni með fullu húsi 6v af 6 mögulegum. Skákirnar gáfu honum 5v og svo leysti hann dæmið rétt eins og flestir sem glímdu við það á æfingunni sem gerði samtals sex vinningar. Stefán Orri Davíðsson var annar með 5v. Síðan komu fjögur jöfn með 4v en það voru Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson og Esther Lind Valdimarsdótttir. Af þeim var Batel stigahæst með 19 stig og hlaut því þriðja sætið. Hin fylgja svo á eftir í framangreindi röð,

 

img_2947Þar sem ekki var skipt í flokka á þessari æfingu og þar sem stelpurnar voru nokkuð margar voru veitt sérstök verðlaun fyrir efstu þrjár stelpurnar sem ekki voru í verðlaunasæti á æfingunni. Þar fékk Esther Lind fyrstu verðlaun, Þórdís Agla Jóhannsdóttir önnur verðlaun og Wiktoria Momuntjuk. þriðju verðlaun.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Esther Lind Valdimarsdóttir, Elfar Ingi Þorsteinsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ívar Örn Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Brynjar Haraldsson, Einar Dagur Brynjarsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Wiktoria Momuntjuk, Zofia Momuntjuk, Eiríkur Þór Jónsson og Witbet Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 31. október 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmið á æfingunni:

Hvítur á leik. Byrjunin er að baki og skákin er komin út í miðtaflið. Getið þið fundið góða áætlun fyrir hvítan.

A. Hvítur á eftir að skipa biskupnum út. Það er best að setja hann á skálínuna á móti svarta biskupnum. Til að forðast alla taktíska möguleika þá byrjar hvítur með 1. Dd2 og fylgir svo eftir með b2-b3 og Bb2.

B. Þegar biskupinn er inni í kónstöðunni á g7 er gott að leika 1. h4 með langtímamarkmiðið að leika h4-h5 og svartur er í vandræðum á h línunni.

C. Stefna á kóngsókn með 1. De1 og sveifla drottningunni yfir á h4. Leikir eins og f4-f5 og Bh6 geta svo fylgt á eftir og Rg5 og hvítur er ekki langt frá því að máta.

D. Gegnumbrot með peði er gott til að virkja hrókana. Til þess lítur 1. d4 vel út.

E. Til þess að koma hrókunum í spilið er best að stefna á hálfopna b-línuna. 1. a4 er fylgt eftir með Ha3-b3 en kóngsvængurinn ekki hreyfður fyrst um sinn.