Óttar Örn Bergmann Sigfússon steig ekki feilspor á æfinu sem haldin var í dag 12. desember  og sigraði með 6v af sex mögulegum. Fimm vinningar komu úr skákum á æfingunni og eitt fyrir að leysa dæmið á æfingunni rétt. Þessi sigur á æfingunni virðist vera sá fyrsti hjá Óttari þegar frá er talið þegar hefur unnið yngri flokkinn á æfingunum. Annar var Rayan Sharifa með 5v. Síðan komu þrír með 4v en það voru Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson og Sigurður Ríkharð Marteinsson með 4v. Einar Dagur var þeirra hæstur á stigum og hlaut þriðja sætið eins og á síðustu æfingu.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Garðar Már Einarsson, Gunnar Freyr Valsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Daníel Guðjónsson, Zofia Momuntjuk, Wiktoria Momuntjuk, Alfreð Dossing og Bjartur  Freyr Heide Jörgensen.

Nú verður gert hlé á þessum æfingum fram yfir áramót. Næsta æfing verður mánudaginn 9. janúar 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Jólapakkaskákmót Hugins er á dagskrá sunnudaginn 18. desember og hefst kl. 13 í Álfhólsskóla.

Dæmið á æfingunni kemur úr bronsinu og er þar númer 6 en er hér sett upp sem krossapróf. Dæmið fór einnig upp á töflu síðasta vetur og þá í ngri flokknum. ÞAð vafðist því ekki mikið fyrir flestum sem glímdu við það og höfðu þau öll dæmið rétt.. Hvítur á leik.

  1. 1. Ke5 til að sækja peð svarts á drottningarvæng og hvíta a-peðið verður að drotningu.
  2. Blokkera peð svarts á drottningarvæng með 1. a5 og sækja svo fram með kónginn þegar svarti kóngurinn víkur sér undan. Reyni svartur b5 þá er það drepið með framhjáhlaupi og svartur getur ekki bæði passað b og f-peðið.
  3. Svarið í lið 2 gengur ekki þar sem svartur leikur bara 1…..b5 og fær drottningu á undan. Best er því að leika 1. Ke4 eða Kb4 og ýta f-peðinu svo fram.
  4. Bíða átekta og fara með hvíta kónginn hringinn í kringum peðið, þ.e. Kg4-Kf3 og Ke4 og ráðast svo til atlögu með f-peðinu.