Tómas Björnsson sigraði á jöfnu og spennandi Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síðast liðið mánudagskvöld. Tómas tefldi vel og af öryggi á mótinu og fékk 5,5v í sex skákum og varð atskákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Jafnteflið kom í fimmtu umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó var þá búinn að gera jafntefli við Hilmir Freyr Heimisson og þurfti á sigri að hald til að hafa sætaskipti við Tómas sem ekki tókst. Bæði Tómas og Örn Leó unnu í lokaumferðinni og varð Örn Leó því í öðru sæti með 5v. Þriðja sætinu náði svo Kristján Halldórsson með góðum endaspretti sem skilaði honum 4,5v í hús. Kristján var jafnframt efstur Huginsmanna og atskákmeistari Hugins 2017. Þátttakendur voru 22 sem telst all góð þátttaka í þessu móti.

Lokastaðan í chess-results: