Vignir Vatnar Stefánsson og Örn Leó Jóhannsson voru efstir og jafnir á hraðkvöldi Hugins sem fram fór síðastliðið mánudagskvöld 7. maí sl. með 6,5v af sjö mögulegum. Þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fjórðu umferð en sýndu enga miskunn í öðrum viðureignum. Vignir Vatnar var hins vegar stigi hærri og hlaut fyrsta sætið en Örn Leó varð annar. Þriðji var svo Gauti Páll Jónsson með 5v og geta menn giskað fyrir hverjum hann tapaði eða bara litið á chess-results.

Tölvan dró töluna 5 að þessu sinni og vann Vigfús því í happdrættinu annað skiptið í röð og hefur hann eiginlega tekið við hlutverki Björgvins sem hinn heppni í þessum úrdrætti á hraðkvöldunum. Eins og síðast þegar Vignir og Vigfús fengu verðlaun á hraðkvöldi þá valdi Vignir Vatnar gjafabréf frá Dominos og Vigfús Saffran. Næsta hraðkvöld verður mánudaginn 28. maí en þá verður búið að kjósa.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v/7
  2. Örn Leó Jóhannsson, 6,5v
  3. Gauti Páll Jónsson, 5v
  4. Hörður Jónasson, 4v
  5. Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
  6. Björn Grétar Stefánsson, 4v
  7. Sigurður Freyr Jónatansson, 3,5v
  8. Jón Úlfljótsson, 3,5v
  9. Hjálmar Sigurvaldason, 3v
  10. Alexander Már Brynjarsson, 3v
  11. Rigon Jón Kaleviqi, 2v
  12. Snorri Már Friðriksson, 1v
  13. Róbert Kaleviqi, 1v

Lokastaðan í chess-results: