Það var skipt í tvo flokka á æfingunni 13. febrúar sl. Báðir flokkarnir unnust með fullu húsi en það gerðu Óttar Örn Bergmann Sigfússon í eldri flokki og Gunnar Freyr Valsson í yngri flokki. Óttar Örn fékk 5v af fimm mögulegum og segja má að þemað hjá Óttari á æfingunni hafi verið fráskák og línuopnun en andstæðingar hans á æfingunni sáu ekki við þeim kúnstum. Annar var Rayan Sharifa með 4v og þriðji Brynjar Haraldsson með 2,5v.

 

Yngri flokkinn vann Gunnar Freyr Valsson með 5v af fimm mögulegum. Það voru tveir heilir vinnar í næstu menn sem voru Wiktoria Momuntjuk, Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Adrian Efraím Beniaminsson oll með 3v. Það þurfti því að grípa til stigaútreiknings til að finna út hverjir voru í 2. og 3. sæti. Wiktoria og Brynjólfur höfðu betur en Adrian í þeim útreikningi. Þau voru jöfn á öllum stigum en Wiktoría vann innbyrðis viðureign þeirra svo hún hlaut annað sætið og Brynjólfur það þriðja. Engin dæmi voru æfingunni að þessu sinni en það var þemaskák í eldri flokki þar sett var upp staða í Skoska leiknum þar sem hvítur leikur Rb3 eftir að svartur hefur leikið Bc5.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Brynjar Haraldsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Garðar Már Einarsson, Gunnar Freyr Valsson, Wiktoría Momuntjuk, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Adrian Efraím Beniaminsson, Alfreð Dossing, Zofia Momuntjuk og Hans Vignir Gunnarsson

Næsta æfing verður mánudaginn 20. febrúar 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.