Dawid Kolka vann öruggan sigur á æfingunni sem haldin var 25. apríl sl. Dawid vann allar fimm skákirnar sem hann tefldi og leysti að auki dæmi æfingarinnar og fékk því samtals 6v. Annar var Baltasar Máni Wedolm Gunnarsson með 5v. Þrír voru jafnir með 4v en það voru Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Birgir Logi Steinþórsson og Brynjar Haraldsson. Þeirra hæstur á stigum var Óttar Örn og fékk hann þriðja sætið. Í þetta sinn tefldu allir saman í einum flokki. Dæmið á æfingunni kom úr bókunum It´s your move. Það hafði verið lagt fyrir áður og gekk þá misjafnlega að leysa það en flestir sem það gerðu voru að taka þátt í  Skólaskákmóti Reykjavíkur sem fram fór á sama tíma. Tækifærið var notað og sama dæmið lagt fyrir aftur og viti menn það gekk betur í þetta sinn. Ekki tókst samt öllum að leysa það enda í þyngri kantinum fyrir þá sem hafa verið í yngri flokknum í vetur.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Birgir Logi Steinþórsson, Brynjar Haraldsson, Rayan Sharifa, Eiríkur Þór Jónsson, Andri Hrannar Elvarsson, Heiður Þórey Atladóttir, Brynja Stefánsdóttir og Josef Omarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 2. maí 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmi á æfingunni:

Hvítur hefur rýmri og þægilegri stöðu meðan svartur stendur þröngt. Hvert er besta framhaldið fyrir hvítan ?

A. 1. Opna miðborðið með 1 fxe5 dxe5 2. d4 og biskuparnir verða virkari..

B. Staðsetja biskupinn á b5. Þetta er lélegur biskup og uppskipti á biskup svarts á d7 bæta stöðuna.

C. Hvítur stendur betur á drottningarvæng svo framrásin 1. a3 og 2. b4 lofa góðu.

D. Hvítur hefur frumkvæði á kónsvæng. Eftir 1.f5 mun hvítur auka rýmið á kóngsvæng og undirbúar framrás g peðsins meðan svartur er áfram innlokaður með sína menn.

E. Riddarinn stendur vel á d5 1. Rd5 Rxd5 2. exd5 og svarta peðið á e5. fellur.

Dæmin á æfingunni 11. apríl 2016 verður bætt inn í fréttina af þeirri æfingu um helgina.