Einar Hjalti Jensson (2394), Davíð Kjartansson (2366) og Loftur Baldvinsson (1988) eru efstir með 3,5v eftir fjórar umferðir á Meistarmóti Hugins. Í fjórðu umferð bar það helst til tíðinda á efstu borðum að Davið og Einar Hjalti sömdu stutt jafntefli og tók Einar Hjalti stefnuna á Faxafenið strax að henni lokinn. Loftur vann svo Jón Trausta á öðru borði og tók sér stöðu meðal efstu manna. Næstir koma svo Snorri Þór Sigurðsson (1956), Bárður Örn Birkisson (1854) og núverandi skákmeistari Hugins (suðursvæði) Dawid Kolka (1819) en þeir eru allir með 3v.

Í fimmtu umferð þá mætast meðal annars: Loftur – Einar Hjalti, Davíð – Dawid, Veronika – Bárður og Elvar Örn -Jón Trausti.