OLYMPUS DIGITAL CAMERA

12_Islandsmot_Unglingasveita_2014Heimir Páll Ragnarsson sigraði með 5,5v af 6 mögulegum í eldri flokki á æfingu sem haldin var 31. nóvember sl. Heimir Páll fékk 4,5 vinninga af 5 úr skákunum og leysti dæmi að auki dæmi æfingarinnar rétt eins og flestir í þessum flokki. Í öðru sæti var Ísak Orri Karlsson með 4,5v og þriðji Stefán Karl Stefánsson.

Í yngri flokki voru ný andlit í efstu sætum en þessi æfing markaðist dálítið af því að marga fastagesti vantaði vegna jólamóts grunnskólanna í Reykjavík sem fram fór á sama tíma. Efst var Lára Bjarkadóttir með 4,5v af fimm mögulegum. Annar var bróðir hennar Sölvi Bernharð Bjarkason með 3,5v og þriðja Bergþóra Helga Gunnarsdóttir með 3v.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Stefán Karl Stefánsson, Kristófer Stefánsson,Viktorr Már Guðmundsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Lára Bjarkadóttir, Sölvi Bernharð Bjarkason, Bergþóra Helga Rúnarsdóttir, Emil Birgisson og Sigurður Rúnar Gunnarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 7. desember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.