P1030790
Guðmundur og Jón Viktor gerðu jafntefli – Jón er efstur fyrir lokaumferðina

Jón Viktor Gunnarsson (2433) er efstur með 6 vinninga að lokinni sjöundu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus mótsins, sem fram fór í fyrradag. Jón gerði þá jafntefli við Guðmund Gíslason (2315) í stuttri skák. Guðmundur er í 2.-3. sæti með 5,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni (2126) sem hefur farið mjög mikinn á mótinu ásamt syni syni sínum Erni Leó (2048).

Örn Leó gerði jafntefli við Björgvin Jónsson (2353) en hafði t.d. unnið Guðmund Halldórsson (2219) og gert jafntefli við Guðmund Gíslason og Halldór Grétar Einarsson (2187).

 

Jón Trausti Harðarson (2067) vann Lenku Ptácníková (2270) og Gauti Páll Jónsson (1871) nýtir tækifærið vel sem Huginsmenn gáfu honum með þátttöku sinni og vann Gunnar Freyr Rúnarsson (2045); Gauti Páll hefur þar með tryggt sér yfir 100 stiga gróða á mótinu og nálgast 2000 stigin eins og óð fluga.

Gauti Páll Jónsson (t.h.) er hástökkvari mótsins
Gauti Páll Jónsson (t.h.) er hástökkvari mótsins

Jón Trausti er í 4.-6. sæti með 5 vinning ásamt Þresti Þórhallssyni (2433) og Karli Þorseins (2456).

Áttunda og síðasta umferð fer fram á fimmtudagskvöld og hefst kl. 19:30. Þá mætast meðal annars:

• Jón Viktor (6) – Jóhann (5,5)
• Karl (5) – Guðmundur (5,5)
• Jón Trausti (5) – Þröstur (5)
• Gauti Páll (4,5) – Björgvin (4,5)
• Kristján Eðvarðsson (4,5) – Örn Leó (4,5)
• Hrafn Loftsson (4,5) – Dagur Ragnarsson (4,5)

Capture