Héraðsmót HSÞ í skák 2023 fer fram laugardaginn 8. apríl kl 14:00 í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða 7 umferðir eftir swiss-kerfinu (monrad) með 10 mín + 5sek/leik í umhugsunartíma. Mótið verður reiknað til Fide-atskákstiga. Áætluð mótslok eru um kl 17:00.

Mótið er öllum áhugasömum opið og skráning í það fer fram hjá Hermanni í síma 8213187 eða með pósti á lyngbrekku@simnet.is. Einnig verður hægt að skrá sig til leiks á mótsstað, í síðasta lagi kl 13:55 á keppnisdegi.

Þátttökugjald er 2.000 krónur en 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri. Ath. Það verður ekki posi á staðnum.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu og sigurvegarinn fær að auki farandbikar til varðveislu. Einungis félagsmenn í einhverju af aðildarfélögum HSÞ geta unnið til verðlauna.

Páskaegg verða veitt sem verðlaun í flokki 16 ára og yngri.

Mótið fer nú fram í 14 skipti og hefur Smári Sigurðsson oftast orðið héraðsmeistari HSÞ eða 6 sinnum. Smári er núverandi héraðsmeistari HSÞ.

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í móltinu: 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart

Mótið á chess-results

Héraðsmót HSÞ.
2006 Pétur Gíslason
2007 Smári Sigurðsson
2008 Rúnar Ísleifsson
2009 Smári Sigurðsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Smári Sigurðsson
2012 Jakob Sævar Sigurðsson
2013 Jakob Sævar Sigurðsson
2014 Tómas Veigar Sigurðarson
2015 Smári Sigurðsson
2016 Tómas Veigar Sigurðarson
2017 Fór ekki fram
2018 Fór ekki fram
2019 Fór ekki fram
2020 Fór ekki fram
2021 Smári Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2223 ?